Laugardaginn 6. júlí árið 1940 kom 50-60 manna lið breskra hermanna til Sauðárkróks. Fyrir þeim fór kafteinninn D.R. Bell. Árið 1942 hvarf setuliðið að fullu úr héraðinu en nokkrir bandarískir hermenn komu í staðinn og dvöldu þar til 1945.
Þegar setuliðið var nýlega sest að á Sauðárkróki, skoraði yfirmaður þess, D.R. Bell, á yfirvöld á Sauðárkróki, að kynna ráðstafanir til loftvarna og sjá til þess, að hægt væri að rýma þorpið fyrirvaralítið ef til árása kæmi. Daginn eftir birti lögreglustjóri bæjarins, Sigurður Sigurðsson, eftirfarandi tilkynningu:

Tæpum tveimur árum síðar, í mars 1942, gaf Sigurður Sigurðsson aftur út tilkynningu eða aðvörun til almennings:

Líklegt er að tilkynningar sem þessar hafi vakið nokkurn ugg meðal heimamanna og einhverjir orðið órólegir vegna þeirra. Aldrei kom þó til þess að rýma þyrfti þorpið og vera setuliðsins þar virðist ekki hafa haft mikil áhrif á bæjarlífið sem gekk sinn vanagang.
Heimildir
- Kristmundur Bjarnason. (1998). Skagfirskur Annáll 1847-1947 II, bls. 521-522.