You are currently viewing Ísland er hernumið

Ísland er hernumið

Hinn 10. maí 1940 gekk breskur her á land í Reykjavík og Ísland varð hernumið land. Hernám Íslands er líklega einn stærsti og afdrifaríkasti viðburður Íslandssögunnar. Áhrifa hernámsins gætir enn í íslensku þjóðlifi.

Handrit að frétt ríkisútvarpsins um hernám á Íslandi.
Handrit að frétt ríkisútvarpsins um hernám á Íslandi.

Strax um morguninn 10. maí fóru fréttir að berast af hernáminu og gegndi Ríkisútvarpið að sjálfsögðu lykilhlutverki í að upplýsa landsmenn um stöðu mála. Fréttir af hernáminu voru lesnar upp í Ríkisútvarpinu og getur hér að líta vélritað eintak útvarpsþulsins, sennilega af hádegisfréttum. Í fréttunum var lesin upp tilkynning yfirforingja hersins auk lýsingu atburða eftir heimildamönnum innan lögreglunar. Fréttin um hernámið hefur greinilega verið í vinnslu fram á síðustu stund, enda hafa ýmsar athugasemdir og viðbætur við upphaflegu fréttina verið ritaðar með blýanti á handritið.

Heimildir

  • ÞÍ. Ríkisútvarpið 1987, FA/51-1.