Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands verður ekki með dagskrá á skjaladeginum, en áhugasömum er bent á hlaðvarpið Til skjalanna, sem nýlega var hleypt af stokkunum. Einnig má benda á gögn sem tengdust hernáminu og eru varðveitt í skjalaafhendingum utanríkisráðuneytisins til Þjóðskjalasafns endurskráð, skönnuð og birt á vef safnsins.
Héraðsskjalasafn Akraness
Sýndar verða ljósmyndir í gluggum ljósmyndasafns Akraness að Dalbraut 1. Ljósmyndirnar eru teknar á Vesturlandi á hernámsárunum 1940-1943. Myndirnar sem sýndar verða eru unnar uppúr sýningu sem Ljósmyndasafn Akraness og Héraðsskjalasafn Akraness héldu árið 2008.
Héraðsskjalasafnið Ísafirði
Sýndar verða myndir af Gamla sjúkrahúsinu á stríðsárunum. Sagt verður frá Ernst Freseniusi, njósnaranum með grænu fingurna, en hann var með garðyrkju í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi á fjórða áratugnum. Sýndar verða myndir og skjöl frá honum. Einnig verður fjallað um Jóhönnu Knudsen sem talin er einn aðal forsprakka mestu persónunjósna Íslandssögunnar.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
Á skjaladaginn ætlum við að setja í loftið hlaðvarpsþátt á vef safnsins. Um er að ræða spjallþátt um seinni heimsstyrjöldina á Sauðárkróki, viðtal við Ágúst Guðmundsson.