You are currently viewing Stríðsgróðaskatturinn
Bréf fjármálaráðuneytisins til sýslusjóðs Suður-Þingeyinga.

Stríðsgróðaskatturinn

Útsvörin voru og eru aðaltekjustofn bæjanna. Fyrir seinni heimstríðöld virtist skattstofninn vera að bila fyrir sameiginlegum áhlaupum ríkis og bæjar. Enn með stríðinu snerist harðæri í góðæri. Ríkið gat slakað á klónni gagnvart lægri tekjum þó að það hækkaði skattstigann á hærri tekjum með nýjum skattalögum 1941 sem innihéldu m.a. svokallaðan stríðsgróðaskatt árið. Stríðsgróðaskattur var sjö þrepa viðaukaskattur ofan á almennan tekjuskatt, 4%-35%. Mest gat tekjuskattur og stríðsgróðaskattur til samans numið 75% tekna framteljanda.

Frumvarp til laga um stríðsgróðaskatt
Frumvarp til laga um stríðsgróðaskatt. (Af vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/59/s/pdf/0126.pdf).

Árið 1942 voru lögin frá 1941 framlengd. Stríðsgróðaskattur var lagður á einstaklinga til ársins 1954 og fyrirtæki til 1958. Sveitarfélög, þar sem stríðs-gróðaskattur var lagður á, fengu á bilinu 5%-40% skattsins í hlutfalli við tekjuskatt á hverjum stað.

Bréf fjármálaráðuneytisins til sýslusjóðs Suður-Þingeyinga.
Hlutur sýslusjóðs S-Þingeyinga af stríðsgróðaskattinum 1941 (HérÞing PA-15 Sýslunefnd).

Hlutur sýslusjóðs Suður-Þingeyinga af álögðum stríðsgróðaskatti árin 1941-1951 var eftirfarandi:

19416.998,16 kt
194223.981,43 kr
194319.938,56 kr
194413.370,17 kr
1945?
194615.565,03 kr
194713.193,48 kr
194823.182,40 kr
194919.588,78 kr
19505.307,63 kr
1951 *16.983,27 kr
* Vangreiðsla 1941-47.