You are currently viewing Skipunarbréf Howard Smith
Innsigli Bretakonungs á bakhlið umslagsins.

Skipunarbréf Howard Smith

Þann 8. maí 1940, tveimur dögum fyrir hernám Íslands, ritaði konungur Bretlands bréf til síns kæra frænda, konungs Danmerkur. Erindið var að upplýsa um skipun Howard Smith sem sérstaks sendifulltrúa breska heimsveldisins á Íslandi. Smith hafði áður gegnt embætti sendiherra Breta í Danmörku og hafði víðtæka reynslu í utanríkisþjónustunni bresku.

  • Bréf Bretakonungs til Danakonungs
  • Bréf Bretakonungs til Danakonungs

Hlutverk Howard Smith var að hafa umsjón með framkvæmd hernáms Íslands og leysa úr þeim vandamálum sem upp komu í samskiptum herliðsins við Íslendinga. Næstu árin gegndi hann lykilhlutverki að þessu leyti. Flest öll mál af þessum toga lentu á hans borði og þau voru fjölmörg. Bréfin frá honum til íslenskra stjórnvalda skipta eflaust þúsundum og fjalla mörg hver um mikilvæg og stór álitamál en einnig málefni sem teljast kannski smávægileg.

  • Innsigli Bretakonungs á bakhlið umslagsins

Howard Smith lést í veiðiferð í Langa í lok Júlí árið 1942. Íslendingar minntust hans af hlýhug og var um hann sagt að hann hafi ávallt í störfum sínum verið sanngjarn í samskiptum við Íslendinga.

Heimildir

  • Utanríkisráðuneytið 1967. B/172-1.